Rafpólering

Rafpólering er langbesta yfirborðsmeðhöndlun á ryðfríu stáli sem til er. Rafpólering hentar fyrir allt sem smíðað er úr ryðfríu stáli, nýtt sem gamalt. Kjörið í viðhald á ryðfríu stáli sem látið er farið á sjá. Rafpólering er sýru- og rafmagnsmeðferð sem hefur verið í notkun í yfir 50 ár erlendis. Víða eru gerðar skýrar kröfur um að ryðfrítt stál sé rafpólerað til að tryggja tæringarþol, til varnar gerlamyndun, og til að auðvelda þrif.

Rafpólering snýst um að fjarlægja járnmólikúl úr yfirborði efnisins og skilja eftir hærra hlutfall af krómi og nikkel. Þetta er gert með því að dýfa stykkjunum í sýruböð og hleypa rafstraum á. Þannig næst að fjarlægja eingöngu járnmólikúlin.

Rafpóleringin lokar efninu, mýkir brúnir , sléttir yfirborðið og gefur fallegan varanlegan gljáa. Það fellur ekki á rafpólerað ryðfrítt stál, né verður það misleitt. Útlit rafpóleraðs stáls getur verið mjög mismunandi. Þetta fer að miklu leyti eftir gæðum stálsins og hversu mikið unnið efnið er. Almennt fá stykkin gljáandi útlit. Rafpólerun hentar fyrir alla ryðfría smíði innan- sem utanhúss og við hvaða aðstæður sem er.

Rafpólering ehf -- Stapahraun 3b, bakhús -- 220 Hafnarfjörður -- s. 6618444 -- This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. -- www.rp.is

logo

004.jpg
Hönnun og uppsetning, Hugsa sér ehf