Smíði

Rafpólering ehf þjónustar alla sem smíða úr ryðfríu stáli. Rafpólering er besta yfirborðsmeðhöndlun sem völ er á. Við rafpóleringu fær smíðin sléttara yfirborð, brúnir mýkjast, aukið tæringarþol og krómlegt útlit sem heldur sér.
Starfsmenn þínir eru ekki bundnir við eftirmeðferð á smíðinni og óþægindi og slys vegna sýrumeðhöndlunar hverfa.
Minnkar líkur á eftirmálum vegna gulnunar/ áfalls.
Fallegra stykki, loka frágangur á stykkinu og auðveldari söluvara. Fyrir vélsmiðjur sem smíða bæði úr svörtu og ryðfríu stáli er mikil mengun á milli málma. Rafpólering hreinsar mengun milli málma úr yfirborði. Einnig er minni hætta á ryðmyndun vegna efnisagna sem setjast í ryðfría efnið við smíði.

Engar áhyggjur af efnismengun lengur.

Allstaðar þar sem gerðar eru auknar kröfur um varanlegra útlit, aukið tæringarþol og léttari þrif er ryðfrítt rafpólerað stál besti kosturinn.

Rafpólering ehf -- Stapahraun 3b, bakhús -- 220 Hafnarfjörður -- s. 6618444 -- This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. -- www.rp.is

logo

008.jpg
Hönnun og uppsetning, Hugsa sér ehf