Undirbúningur

Rafpólering er langbesta yfirborðsmeðhöndlun á ryðfríu stáli sem til er. Vanda þarf til efnisvals, sérstaklega ef mjög ákveðnar kröfur eru gagnvart útliti stykkisins. Ryðfrítt stál er mismunandi að gæðum og mismikið unnið, það leiðir af sér mismunandi útlit við rafpóleringuna

Við flutning, meðhöndlun og smíði hlutar þarf að fara vel með efnið, allar efnisskemmdir koma fram við rafpóleringuna. Ef smíðastykki krefst slípunar ætti frekar að nota slípað eða burstað efni, það felur slípun mun betur.

Smíði stykkisins ætti að vera lokið að fullu, ásamt slípun. Öll vinnsla eftir rafpóleringuna opnar yfirborð efnisins aftur og hætta verður á skemmdum þar.

Þrífa skurðarolíu, óhreinindi og afskurð af smíðastykkjum.

Ekki þarf að sýrubera suður.

Rafpólering er lokastig smíðarinnar.

Rafpólering ehf -- Stapahraun 3b, bakhús -- 220 Hafnarfjörður -- s. 6618444 -- This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. -- www.rp.is

logo

001.jpg
Hönnun og uppsetning, Hugsa sér ehf